Saga félagsins

Stofnað 2012

Grjótgarðar ehf var stofnað í mars 2012 og því með mikla reynslu á sínu sviði. Hjónin Hjalti Már Brynjarsson og Geirný Geirsdóttir eru eigendur Grjótgarða. Hjalti Már, framkvæmdarstjóri fyrirtækisins er menntaður skrúðgarðyrkjufræðingur.

Upphaflega sérhæfði Grjótgarðar sig í uppbyggingu og frágang á lóðum með áherslu á hellulagnir. Í dag er Grjótgarðar alhliða verktakafyrirtæki. Verkefni Grjótgarða er jarðvinnuframkvæmdir og alhliða hellulagningar-framkvæmdir. Nýlega hófu Grjótgarðar innflutning á leiktækjum og gúmmíhellum og sérhæfir sig í samsetningu og uppsetningu þeirra. Grjótgarðar eru umboðsaðili Tiptiptap á Íslandi.

Hjá Grjótgörðum starfar samheldinn hópur með í kringum 40 starfsmenn. Þrír starfsmenn eru með garðyrkjufræðimenntun. Einnig er vert að nefna að hjá fyrirtækinu eru nokkrir starfsmenn með yfir 30 ára reynslu í hellulögnum. Grjótgarðar leggja mikla áherslu á að ráða metnaðarfulla og framsækna einstaklinga til starfa.

Stefna Grjótgarða er að vera leiðandi verktakafyrirtæki  sem nýtur trausts með fagmennsku að leiðarljósi. Lögð er áhersla á góð samskipti við viðskiptavini og hagsmunaaðila.

.

Fyrirspurnakarfa
Karfan þín er tóm
Þú virðist ekki hafa bætt neinu í körfuna þína. Þú getur skoðað vörur frá TipTipTap og Flexizone